10 research outputs found

    Including product features in process redesign

    Get PDF
    This article suggests a visual modelling method for integrating models of product features with business process models for redesigning the business processes involving specifications of customer-tailored products and services. The current methods for redesigning these types of business processes do not take into account how the product features are applied throughout the process, which makes it difficult to obtain a comprehensive understanding of the activities in the processes and to generate significant improvements. The suggested approach models the product family using the so-called product variant master and the business process modelling notation for modelling the process flow. The product model is combined with the process map by identifying features used in each step of the process flow. Additionally, based on the information absorbed from the integrated model, the value stream mapping modelling technique is applied to the specification process to evaluate its performance in quantifiable terms. The proposed modelling approach was investigated through three case studies. Experiences from the case studies were that the suggested modelling techniques gave additional insight into the specification processes and formed a good basis for process improvement. Furthermore, the case studies indicated that the suggested modelling techniques were applicable and easy to use.<br/

    Nemendur með sálfélagslegan vanda og skólaumhverfið

    No full text
    Tilgangur þessarar rannsóknarinnar var tvíþættur. Annars vegar að kanna samsvörun nemenda með erfiðleika af sálfélagslegum toga og skólaumhverfis með matstækinu Mat nemenda á skólaumhverfi (MNS) og hins vegar að bera niðurstöður saman við fyrirliggjandi upplýsingar um samsvörun nemenda með hreyfihömlun og skólaumhverfis. Þátttakendur voru 24 börn og unglingar á aldrinum 9-17 ára með erfiðleika af sálfélagslegum toga sem valdir voru með hentugleikaúrtaki. Að auki voru nýtt fyrirliggjandi gögn um 39 nemendur með hreyfihömlun á aldrinum 9-18 ára. Notuð var megindleg rannsóknaraðferð með lýsandi tölfræði við úrvinnslu gagna og seinni rannsóknarspurningunni var svarað með marktektarprófum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna minnsta samsvörun á milli nemenda og skóla við matsþættina; að vinna í stærðfræði, að skrifa og taka þátt í íþróttum og sundi. Mest er samsvörunin við matstþættina; aðgengi að skólanum, samskipti við starfsfólk og að sinna daglegum viðfangsefnum í frímínútum. Samanburður á hópunum tveimur leiddi í ljós marktækt meiri þátttöku barna með erfiðleika af sálfélagslegum toga heldur en barna með hreyfihamlanir í matsþáttunum; að vinna í list og verkgreinum, þátttaka í bekkjarstarfinu, sinna daglegum viðfangsefnum í frímínútum, að taka þátt í vettvangsferðum og aðgengi að skólanum. Aftur á móti var meiri þátttaka nemenda með hreyfihamlanir í að vinna í stærðfræði. Niðurstöðurnar varpa ljósi á þörf nemenda með erfiðleika af sálfélagslegum toga fyrir aðstoð og aðlögun í skólaumhverfinu. Þær geta nýst við skipulagningu þjónustu iðjuþjálfa og annarra við nemendahópinn, börnum með sérþarfir í námi og fjölskyldum þeirra til hagsbóta

    Nemendur með sálfélagslegan vanda og skólaumhverfið

    No full text
    Tilgangur þessarar rannsóknarinnar var tvíþættur. Annars vegar að kanna samsvörun nemenda með erfiðleika af sálfélagslegum toga og skólaumhverfis með matstækinu Mat nemenda á skólaumhverfi (MNS) og hins vegar að bera niðurstöður saman við fyrirliggjandi upplýsingar um samsvörun nemenda með hreyfihömlun og skólaumhverfis. Þátttakendur voru 24 börn og unglingar á aldrinum 9-17 ára með erfiðleika af sálfélagslegum toga sem valdir voru með hentugleikaúrtaki. Að auki voru nýtt fyrirliggjandi gögn um 39 nemendur með hreyfihömlun á aldrinum 9-18 ára. Notuð var megindleg rannsóknaraðferð með lýsandi tölfræði við úrvinnslu gagna og seinni rannsóknarspurningunni var svarað með marktektarprófum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna minnsta samsvörun á milli nemenda og skóla við matsþættina; að vinna í stærðfræði, að skrifa og taka þátt í íþróttum og sundi. Mest er samsvörunin við matstþættina; aðgengi að skólanum, samskipti við starfsfólk og að sinna daglegum viðfangsefnum í frímínútum. Samanburður á hópunum tveimur leiddi í ljós marktækt meiri þátttöku barna með erfiðleika af sálfélagslegum toga heldur en barna með hreyfihamlanir í matsþáttunum; að vinna í list og verkgreinum, þátttaka í bekkjarstarfinu, sinna daglegum viðfangsefnum í frímínútum, að taka þátt í vettvangsferðum og aðgengi að skólanum. Aftur á móti var meiri þátttaka nemenda með hreyfihamlanir í að vinna í stærðfræði. Niðurstöðurnar varpa ljósi á þörf nemenda með erfiðleika af sálfélagslegum toga fyrir aðstoð og aðlögun í skólaumhverfinu. Þær geta nýst við skipulagningu þjónustu iðjuþjálfa og annarra við nemendahópinn, börnum með sérþarfir í námi og fjölskyldum þeirra til hagsbóta. Lykilhugtök: Skólaumhverfi, nemendur með erfiðleika af sálfélagslegum toga og þátttaka
    corecore